Bergþór Morthens - Rof

Bergþór Morthens
Rof
Listasafnið á Akureyri, Ketilhús 24. mars - 15. apríl 2018

„Ég hef lengi velt fyrir mér leiðtogaþörf mannsins og birtingarmyndum valds í samfélaginu. Verkin á sýningunni eru tilraun til að leysa upp þessar birtingarmyndir og eru ákveðin tilfærsla á viðfangsefninu. Slíkt er gert með uppbyggingu og niðurrifi, umsnúningi eða vendingu í ferli málverksins. Myndflöturinn verður nokkurs konar átakasvæði þar sem heildin er rofin. Formið víkur fyrir formleysi og nýjum, óskyldum áhrifum er safnað saman til þess að mynda aðra óskylda heild með annars konar frásögn. Frásögn sem fjallar ekki síður um, eða vísar til, atriða utan myndflatarins.“

Bergþór Morthens (f. 1979) lauk námi við Myndlistaskólann á Akureyri 2004 og MA námi í myndlist við Valand háskólann í Gautaborg 2015. Hann hefur haldið einkasýningar á Íslandi, í Rúmeníu og Svíþjóð og tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Grikklandi, í Svíþjóð og Danmörku.

Sýningarstjóri: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir