Aðalsteinn Þórsson - Einkasafnið, maí 2017

 

Aðalsteinn Þórsson
Einkasafnið, maí 2017
Listasafnið á Akureyri, Ketilhús
6. - 28. maí

Aðalsteinn Þórsson (f. 1964) nam við Myndlistaskólann á Akureyri og síðar í Hollandi þar sem hann útskrifaðist með Master of Arts gráðu frá Dutch Art Institute 1998. Hann hefur síðan starfað sem myndlistarmaður, lengst af í Rotterdam, en flutti síðastliðið vor heim í Eyjafjörðinn. Aðalsteinn er þekktur fyrir fjölbreytni í efnisnotkun og vinnubrögðum. Í fyrra birti hann á bloggsíðu sinni teikningadag2016.blogspot.com, nýja teikningu á hverjum degi allt árið um kring.

Þessa sýningu nefnir Aðalsteinn Einkasafnið, maí 2017. Um er að ræða langtímaverkefni sem staðið hefur yfir frá 2002 þar sem Aðalsteinn safnar því sem til fellur eftir eigin neyslu, eða sýnir heimildir um neysluna. Sýningin er stöðutaka í maí 2017.